Þú hefur væntanlega undirbúið þig vel, búinn að pakka bæklingum, myndum, grafík, húsgögnum og öðrum sýningarhlutum. Sölufólkið með allt á hreinu og búið að láta helstu viðskiptavini vita af fyrirhugaðri vörusýningu.
Það er samt alltaf eitthvað sem annað hvort gleymist að taka með eða meiningin að útvega fyrir sýningu. Eftirfarandi er gátlisti sem gefur góða mynd af því sem nauðsynlegt er, eða getur komið sér vel að hafa við hendina fyrir og á meðan á sýningu stendur. Gott er að velta því fyrir sér hvað gæti farið úrskeiðis, sérstaklega ef þú ert í ókunnri borg, verslanir lokaðar eða erfitt að komast í verslun á meðan á sýningu stendur. Þú getur einnig búið til þinn eigin gátlista!

































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































































