Gildi vörusýninga

Vörusýningar gefa þér einstakt tækifæri til að standa augliti til auglitis við fjölda núverandi og nýja viðskiptavini, fjölda sem tæki þig annars margar vikur að ná til. Þarna er um að ræða fólk sem kemur til þín af því að það hefur áhuga á fyrirtækinu, vörum þess og þjónustu eða vilja að minnsta kosti kynna sér það betur.
 
Sumir stjórnendur hafa í gegnum tíðina dregið í efa ávinninginn af því að taka þátt í vörusýningum. Þeim finnst ekki vera neitt vit í því að kasta handbæru fé í kynningar af þessu tagi því fyrirtækið er opið frá 9-17 og þar eru til staðar sölumenn og afgreiðslufólk.
 
Aðrir stjórnendur líta á vörusýningar sem sitt besta tækifæri til kynningar og mörg rök og mælingar styðja það að peningunum sé vel varið með þátttöku á vörusýningum. En auðvitað þarf góðan og vandaðan undirbúning, þjálfað starfsfólk á sýningunni sjálfri og eftirfylgni til að sem bestum árangri verði náð.
 
Hér verða nefnd nokkur atriði sem ættu að ýta undir þátttöku þína:
 
  •  Á vörusýningum er allt þitt samkeppnisumhverfi á einum stað þar sem þátttakendur og sýningargestir eyða 6-8 klst að meðaltali á sjálfri sýningunni.
 
  • Á þessum 6-8 tímum heimsækja sýningagestir 16-25 sýningarbása þar sem þeir stoppa í meira en 5 mínútur.
 
  • Af heildarheimsóknum þá eru 75% þeirra skipulagðar fyrirfram. Þetta þýðir að sýningargestir hafa fyrirfram ákveðið hvaða ¾ tímans í heimsókninni eru “verð að koma við” heimsóknir í ákveðna sýningarbása og ¼ séu tilviljunarkenndar heimsóknir. Þetta þýðir að þau fyrirtæki sem ekki hafa undirbúið sig með markvissum hætti fyrir vörusýninguna hafa í raun rýrt möguleika sína á að ná góðum árangri.
 
  • Með því að ná til núverandi og væntanlegra viðskiptavina með boðsmiðum, símtölum, póstkortum, vefsíðuauglýsingum o.s.frv. með góðum fyrirvara, þá ertu að gefa þessum aðilum kost á að bæta þínu fyrirtæki á “verð að koma við” listann. Ef, á hinn bóginn, erfitt er að koma því við eða of kostnaðarsamt að auglýsa fyrirfram veru ykkar á vörusýningunni þá er enn meira áríðandi að kynning ykkar og framsetning á sýningunni sjálfri sé framúrskarandi og hafi auka aðdráttarafl fyrir sýningargesti.
 
  • Kynning starfsfólks  á vöru og þjónustu á sýningunni sjálfri á að vera eftirminnileg. Þar sem mikil samkeppni ríkir á vörusýningum og athygli gesta dreifist víða á stuttum tíma er hugmyndaauðgi nauðsynleg og gagnvirk samskipti er eina leiðin til að skapa jákvæð viðbrögð sem fylgja má eftir síðar. Gefðu eitthvað frá þér sem skilur eftir minningu því það er oft skilin á milli góðs árangurs og mistaka.