Námskeið

Í febrúar 2006 stóð Sýningakerfi ehf fyrir námsstefnu um gildi vörusýninga fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Fyrirlesari var Elizabeth DeLuca framkvæmdastjóri alþjóðlegrar viðskiptaþróunar hjá Skyline Exhibits.
Farið var ofan í saumana á því hvernig best má hámarka árangur. Hvað helst þurfi að hafa í huga á öllum stigum ferilsins frá því að ákvörðun um að taka þátt í vörusýningu er tekin og þar til árangurinn hefur verið metinn. Sýndar voru myndir af velheppnaðri umgjörð um sýningarbása og einnig myndir sem voru meira víti til varnaðar.
Gestir á námsstefnunni voru um 120 talsins. Þátttakendur fengu tvær bækur sem geta reynst góð hjálpartæki þegar halda skal vörusýningu. Var almennt gerður góður rómur að þessu framtaki Sýningakerfa.