Undirbúningur

Þú vilt hámarka árangur þinn á vörusýningunni. Til þess að svo geti orðið þarf að huga mjög vel að öllum undirbúningi með nægjanlega góðum fyrirvara.
­     Setja sér markmið og gera kostnaðaráætlun
     Gera greiningu á vörusýningunni s.s. áætlaðan fjölda gesta, staðsetningu og stærð
­     Lista upp þær vörur og þá þjónustu sem ætlunin er að vera með
­     Fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð ef þörf er á
­     Ganga frá kaupum eða leigu á þeim húsgögnum og öðru sem þörf er á
­     Ganga frá  framleiðslu og frágangi á öllu myndefni sem hafa skal á sýningarbásnum
­     Ganga frá framleiðslu á bæklingum og öðru efni sem skal dreifa á staðnum.
­     Gera vinnuáætlun fyrir hvern dag á meðan á sýningu stendur
­     Gera áætlun um að mæla árangurinn að lokinni sýningu
Hér eru nokkur atriði sem skipta miklu máli á undirbúningstímanum. Nokkur þessara atriða eru oft inni í þeim pakka sem fylgir sýningu en önnur atriði þurfa sýnendur að hugsa um sjálfir
         Þarf að nota verkamenn staðarins við flutninga á vörum og/eða vélum til og frá svæðinu
         Hvernig sýningakerfi verður á staðnum eða þarftu að láta hanna það sjálfur.
         Er sýningarkerfið háð einhverjum sérstökum takmörkunum sem þú þarft að huga að
         Er aðstaða fyrir persónulega muni og verðmæti
         Er aðstaða til fundarhalda
         Er teppi í sýningarbásnum og hver sér um frágang á því
         Þarftu rafmagn og hver sér um að það sé á staðnum og á réttum stað
         Þarftu vatn og/eða þrýstiloft
         Þarftu símalínu og/eða netsamband
         Verður sýningartjald, flatskjár og/eða þarf að koma fyrir myndvarpa
         Þarf utanaðkomandi aðstoð við að þrífa sýningarbásinn
         Sér einhver um að taka myndir
         Þarf aðstoð við að hengja upp vörur eða annað t.d. í sperrur eða annað upphengi
         Blómaker og blóm eða annað til skreytingar
         Aukahúsgögn til að leigja
      afgreiðsluborð
      bæklingastandar
      háborð
      gólfstandar fyrir grafík
      lágborð
      ljóskastarar
      kringlótt borð
      barstólar
      hálfmánaborð
      beinar hillur
      barborð
      hallandi hillur
      ferkantað borð
      lágir stólar
      glerskápur
      ruslafata
      hilluskápur
      ísskápur
Allt prentefni, myndir, grafík, húsgögn og aukahluti er Sýningakerfi með til leigu eða sölu