Lítill bás – Hugmynd 1

Öll skiltagerð á einum stað!

Skilti af ýmsum toga hafa um langa hríð verið ein helsta leið íslenskra fyrirtækja til að vekja athygli á sér, starfseminni sjálfri, og vöru og þjónustu.

Það hefur ekkert breyst með tímanum þó að skiltagerð hafi tekið stakkaskiptum. Í dag hefur þó umfang skilagerðar breyst, þar sem fyrirtæki og félagasamtök nota nú skilti af ýmsum toga til að vekja athygli á sér, til dæmis með hefðbundnum ljósaskiltum utan á húsum þar sem viðkomandi starfsemi fer fram eða á öðrum viðeigandi stöðum.

Einnig má fræsa stafi á veggi, setja upp skiltastanda, bílastæðaskilti og margt fleira til notkunar utanhúss.

Skiltagerð sem svarar kröfum nútímafólks

Við bjóðum einnig skiltakerfi til notkunar innanhús. Þar má nefna nafnaskilti við skrifstofur starfsmanna eða fyrirtækisins sjálfs þegar það er í gangi með öðrum, merkingar í anddyri sem vísa á hvaða aðilar eru þar til húsa, við lyftur eða í lyftum, á stigapöllum og víðar.

Við framleiðum skilti af öllum helstu stærðum og gerðum, bæði fyrir lögaðila eða einstaklinga. Þá skiptir ekki öllu máli til hvers þú vilt nota skiltið, úr hvaða efni þú vilt hafa það (af þeim sem standa til boða), hvaða hlutverki þau skulu gegna og svo framvegis.

NEFNA MÁ EFTIRFARANDI SKILTATEGUNDIR

  • Fyrirtækjaskilti
  • Ljósaskilti
  • Innanhússskilti
  • Umferðaskilti
  • Götu- eða bæjarnöfn
  • Húsaskilti

Við höfum mikla reynslu af skiltagerð og getum ábyggilega fundið réttu lausnina fyrir þig.

Heildarlausnir í skiltagerð

Við hjá Velmerkt búum yfir góðri tækni til að hanna, framleiða og setja upp fyrir þig skilti af ýmsum toga, ekki aðeins þannig að þar komi fram réttar upplýsingar heldur einnig að þau falli að umhverfinu, til dæmis hvað varðar liti og efni, bæði innan- og utanhúss.

Við bjóðum upp á heildarlausnir í skiltagerð fyrir lögaðila og einstaklinga, stór verk eða smá. Hafðu samband á velmerkt@velmerkt.is eða hringdu í síma 412 7878 og leitaðu upplýsinga. Einnig ertu velkomin(n) til okkar í Dugguvog 23.