Pósterveggir
Veggirnir eru frístandandi og mjög hentugir fyrir hvers konar mynd- og myndlistasýningar í stóru sem smáu rými. Einnig notaðir sem bakveggir og til afskerminga á vörusýningum. Myndflötur er 150 cm á hæð og 96 cm á breidd.
Veggirnir eru oftast tengdir saman í harmoniku til að auka stöðugleika en einnig má tengja þá saman í beinar línur með tveggja og þriggja metra listum á milli.
Ef smellt er á myndina birtist myndin aftur og stærri texti. Ef smellt er á myndina aftur þá má velja fleiri myndir af pósterveggjum.