Prentun á límfilmur

Prentað er á límfilmur með olíubleki svo myndin sé varanleg. Límfilmur eru til í mörgum gerðum og litum, allt eftir notkun. Límfilmurnar geta verið gegnsæjar, hálfgegnsæjar upp í að loka fyrir sólarljós.

Límfilmur eru settar á inni og útiskilti, bifreiðar, skip og flugvélar. Algengt er að líma auglýsingar á gólf fyrirtækja og íþróttahalla. Víða eru límfilmur á rúðum bæði sem auglýsing og til skrauts eða til að birgja mönnum sýn.

Ein vinsælasta límfilman í dag er sandblástursfilma límd á gler í heimahúsum og fyrirtækjum og oft skorin nöfn og mynstur í hana.