Rúllugardínur saman í boga

Með bogadregnum rúllugardínum sýnirðu stóran samliggjandi flöt af grafík sem tekur þó lítið pláss. Þarna sameinast lítil þyngd, breytanleiki og hagkvæmni. Með einfaldri færslu á fæti gardínunnar má breyta stöndunum úr beinum vegg í bogadreginn sýningarvegg.

Einnig er möguleiki að hafa nokkra frístandandi auglýsingastanda saman sem mynda eina heild í stað rúllugardínu.