Stór bás – Hugmynd 7

Básinn er opinn á tvo vegu. Þarna er lögð áhersla á vörur í hillum eða myndir á bakveggjum. Öflugir ljóskastarar eru festir á grindina. Gott rými í básnum fyrir kynningu á vöru og þjónustu. Tilvalið að hafa barstóla og há barborð með logo á plötunni til að skapa vingjarnlegt andrúmsloft. Einnig önnur húsgögn til að stýra streymi fólks um básinn.